facebook
Veftré

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2013

Önnur þjónusta

Auglýsingahönnun

Auglýsingahönnun - Auglýsingagerð - Vefhönnun

 

Vantar þig hönnun á vefsíðu, kynningarefni fyrir prent eða vefsíðu eða einhverju öðru markaðsefni? 

 
SmartMedia hefur mikinn metnað fyrir hönd okkar viðskiptavina varðandi hönnun og útlit á þeim verkefnum sem SmartMedia vinnur. Ekkert er ómögulegt í hönnun og markmið okkar er að viðskiptavinir okkar fá í hendur vöru sem nær árangri og vekur athygli neytenda.
 
Gerum föst tilboð í alla hönnun
 
 
Skoðaðu verkefnamöppuna okkar, hún inniheldur gott yfirlit yfir þau fjölmörgu verkefni sem Smartmedia hefur unnið fyrir sína viðskiptavini.
 
Meðal þeirra viðskiptavina sem að Smartmedia hefur unnið fyrir á sviði auglýsinga -og vefsíðuhönnunar eru BT, Harðviðarval, Edda útgáfa, Ferðaskrifstofa Íslands, Úrval Útsýn, Plús Ferðir, Mbl.is, Vestmannaeyjabær, AÞS, Guðmundur Arason ehf og fleiri og fleiri.
Auglýsingastofa eða Hönnuður ?

Lausnir fyrir auglýsingastofur og hönnuði

 
Smartmedia vinnur náið með auglýsingastofum og hönnuðum sem þurfa öflugt vefumsjónarkerfi og góða þjónustu við það fyrir viðskiptavininn sinn. Ef þú vilt bætast í hópinn, settu þig bara í samband við okkur.
 
Smartmedia hefur sett upp fjölmargar vefsíður og netverslanir upp í Smartwebber vefumsjónarkerfinu sem eru hannaðar af auglýsingastofum, grafískum hönnuðum og einstaklingum.
 
Við rukkum ekkert stofngjald á vefumsjónarkerfinu sjálfu, þar sem að vefumsjónarkerfið er til leigu á sanngjörnu mánaðarverði. Við gerum jafnframt tilboð í CSS kóðun og tengingu við vefumsjónarkerfið.
 
Smartwebber vefumsjónarkerfið er íslenskt kerfi skrifað af starfsmönnum Smartmedia með einfaldleika og skilvirkni í huga. Í dag eru yfir 500 vefsíður og netverslanir sem keyra á Smartwebber vefumsjónarkerfinu.
 
Höfum einnig hannað og sett upp fjöldann allan af Facebook leikjum í samstarfi við auglýsingastofur
 
Facebook öpp & leikir

Facebook öpp og leikir

 

Smartmedia hefur í gegnum tíðina forritað fjöldann allan af Facebook leikjum og öppum. Höfum unnið marga leiki í samstarfi við stórar auglýsingastofur sem hafa kröfuharða kúnna um gæði og virkni.

 

Ef þig vantar Facebook leik, Facebook app eða einhvers konar forritun fyrir Facebook, hafðu þá samband í síma 588 4100 eða á info@smartmedia.is.

Fjárhagstenging

Fjárhagstenging: Tengdu bókhaldskerfið við þína netverslun

 

Smartmedia hefur í fjölda ára brúað bilið á milli fjárhagskerfa/bókhaldskerfa/viðskiptarhugbúnaðar og netverslunarkerfis Smartmedia.

Ávinningurinn af því að láta þessi kerfi tala saman er gríðarlegur, sem felst mest í sjálfbærni og þá vinnusparnaði. Meðal þess sem hægt er að gera:

 

  • Láta vörur stofnast sjálfkrafa í netverslun, kerfið stofnar vöru með vörunúmeri, titli. lýsingu og eiginleika.
  • Birta birgðir á rauntíma (ef vara selst úr verslun þá uppfærast birgðirnar líka á netverslun)
  • Stofnar reikning úr pöntun á vefverslun (reikningur verður tilbúinn í þínu kerfi)
  • Stofna viðskiptamann úr pöntun á netverslun

 

Tímasparnaðurinn við að vera með tengingu sem þessa getur verið gríðarlegur, sérstaklega ef að fyrirtæki eru með mikið af vörum og breytliegt vöruúrval. Þessi brú á milli kerfið gerir rekstur netverslunnar nánast sjálfbæra þar sem að kerfin "tala" saman.

Meðal kerfa sem eru tengd í dag eru DK, Navision, Axapta, Concorde ofl.

Fjarvinnslupóstur

Zimbra tölvupóstur - Zimbra fjarvinnslupóstur

Zimbra fjarvinnslupóstur
 
Zimbra er einfalt og þægilegt kerfi að vinna í en kerfið hefur eftirfarandi kosti:
 
 
• Að þú kemst í allan tölvupóstinn þinn hvar sem er og hvenær sem er.
• Að leita að pósti í þessu kerfi er tærasta snilld, kerfið indexar póstinn sem gefur þér "instant" result þegar þú leitar. Svo er advanced leitarvél sem hjálpar þér að leita dýpra, t.d. geturðu leitað eftir tegund viðhengis (.jpg, .pdf osfrv.)
• Ekkert mál er að importa pósti, contactum ofl úr Microsoft Outlook.
• Samþætting við GSM síma er möguleg
• Fullkomið dagatal (calendar) er í Zimbra. Hægt að senda fundarboð í tölvupósti á aðra einstaklinga sem skráist í dagatal viðkomandi ef að hann samþykkir fundarboðið.
• Zimbra virkar með öllum helstu póstforritum, einnig er hægt að fá Zimbra desktop sem er "desktop" viðmót af kerfinu.
• Það er hægt að setja fleiri accounta inn í zimbruna eins og gmail, yahoo ofl.
• Mjög einfalt kerfi sem einfaldar flesta hluti eins og bara það að eitt tvíklikk á email og þá stofnar hún hann sem contact aðila inn í kerfið.
• Tvöföld afritun af tölvupóstinum (1 af því afriti fer út úr húsi og hitt á öruggan stað). Afrit eru tekinn á hverri nóttu.
• Öryggistaðlar eru í hámarki og er meðal annars tvöfalt lag af vörn fyrir spampóst og vírusum.
• Þjónninn er vaktaður 24/7 af öflugu eftirlitskerfi sem tilkynnir allar minniháttar breytingar til okkar sérfræðinga. Póstþjónninn er hýstur í vélasal á höfuðborgarsvæðinu með tvöföldu kælikerfi og þremur ljósleiðurum.
• Viðmótið er einfalt og auðvelt að vinna í, breytingar t.d. frá Outlook eru ekki miklar fyrir notendur Zimbra.
• Enginn stofnkostnaður og ekkert leyfisgjald er á Zimbra og þess vegna er hægt að bjóða Zimbra þjónustuna ódýrara en aðrar sambærilegar póstþjónustur.
 
 
Verðskrá fyrir Zimbra pósthólf með hýsingu og afritun:
 
* 500mb gagnahýsing og tvöföld afritun: Verð 390 + vsk
* 1.000 mb gagnahýsing og tvöföld afritun: Verð 690 + vsk
 
Verðin eru per pósthólf og per mánuð.
 
Eins og stendur hér að ofan er hægt að flytja ALLAN eldri tölvupóst úr t.d. Microsoft Outlook yfir í Zimbra og því lítið mál að skipta yfir. Einnig geturðu skoðað og nálgast allan tölvupóstinn þinn í hvaða nettengdu tölvu sem er, þú ferð einfaldlega inn á zimbra.smartmedia.is og allur pósturinn þinn er þar.
 
Lén til sölu

Lén til sölu fyrir viðskiptavini Smartmedia:

finnalen.is 
 
Auglysa.is  - Lén fyrir þá sem starfa á auglýsingamarkaði eða í hönnun á auglýsingum
Leitarvelabestun.is  - Klárlega besta lénið fyrir þá sem eru í leitarvélabestun/SEO
Grilla.is - Lénið fyrir þá sem eru á grillmarkaðinum eða ætla einfaldlega að grilla í sumar.
Streita.is -  Lén sem er tilvalið fyrir þá sem starfa t.d. í heilsugeiranum.
Netshop.is -  Tilvalið fyrir þá sem vilja opna alhliða netverslun.
Tvshop.is -  Flott fyrir þá sem vilja selja t.d. vörur úr sjónvarpsmörkuðum.
Visiticeland.net - Ef þú ætlar þér stóra hluti á ferðamannamarkaðnum þá gæti þetta verið lénið fyrir þig
MSN.is - Tilvalið fyrir ýmsa starfsemi
Tour4you.is - Lén fyrir þá sem eru í ferðageiranum.
Uppskrift.is - Tilvalið fyrir ýmsa starfsemi
Tasteoficeland.is - Tilvalið fyrir ýmsa starfsemi
Telo.is - Tilvalið fyrir ýmsa starfsemi
 
Fyrir nánari upplýsingar um þessi lén er hægt að senda tölvupóst á Smartmedia.
 
Þú getur fundið þitt .is lén á www.finnalen.is
Leitarvélabestun - SEO

Leitarvélabestun - SEO

Leitarvélabestun SEO
 
Netið er orðinn eitt mikilvægasta markaðstækið fyrir fyrirtæki til að koma upplýsingum um vörur og þjónustu á framfæri. Til að ná árangri á netinu er mikilvægt að vera með sterka stöðu gagnvart leitarvélum og vera meðvitaður um mikilvægi þess.
 
Leitavélabestun (Search Engine Optimization, SEO) er ein árangursríkasta leiðin til þess að bæta sýnileika á þeirri vörur og þjónustu sem fyrirtæki hafa uppá að bjóða. Leitarvélabestun felst í því að bæta stöðu vefsíðu gagnvart leitarvélum þannig að hún komist ofarlega á lista við leit. Helstu áhrifaþættir sem hafa áhrif á niðurstöður leitavéla eru leitarorð, uppbygging vefsíðu, forritun vefsíðu, efni vefsíðu og tengsl síðunnar við aðrar vefsíður.
 
Smartmedia hefur yfir að skipa sérfræðingum í leitarvélarbestun og getur aðstoðað þitt fyrirtæki við styrkja stöðu þess á vefnum. Leitarvélar eru í sífelldri þróun og breyta reglulega leitarreglum sínum, því er mikilvægt að fyrirtæki láti fylgjast vel með stöðu vefsíðna sinna til að viðhalda og/eða bæta stöðu sína á vefnum.
 
Hjá Smartmedia byrjum við ávallt á að gera stöðumat þar sem staða fyrirtækis á netinu er greind, því mikilvægt er vita stöðuna í upphafi til þess að geta náð árangri.
 
Ráðgjöf

Ráðgjöf

 
Við bjóðum upp á alhiða þjónustur varðandi vefsíður, hönnun, markaðssetningu ásamt ýmis annars konar ráðgjöf.
 
Okkur finnst fátt skemmtilegra en að gera hugmyndir viðskiptavina okkar að veruleika og fylgja þeim alla leiðinna og hjálpa þeim á öllum vígstöðum.
 
Sendu okkur línu og sjáðu hvort að við getum ekki hjálpað þér að ná árangri eða áttum í þessum kröfuharða og tímafreka heimi viðskipta.
 
Þjónusta
 
Vefþjónusta: SmartMedia tekur að sér að ritstýra vefum fyrir fyrirtæki og einstaklinga, þ.e.a.s. við tökum að okkur að setja inn efni, fréttir, myndir, útbúið auglýsingar, gert vefinn leitarvélavænan og margt fleira. Endilega hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig.
 
Ráðgjöf: SmartMedia getur komið þér á beinu brautinna hvað varðar vefuppsetningu og skilvirkni vefa. Einnig getum við ráðlagt þér með markaðssetningu á vörum og/ eða þjónustu. Leitarvélabestun er eitt öflugasta tólið til að draga og auka traffík á þína vefsíðu.
 
Hönnun: SmartMedia tekur að sér að hanna og sameina heildarútlit/ímynd fyrirtækja. Einbeittu þér að þinni kjarnastarfsemi og láttu okkur sjá um að hafa áhyggjur af hönnun, auglýsingu og markaðssetningu.
 
Fáðu tilboð í heildarpakka
Vörumerkjahönnun

Vörumerkjahönnun - Logo

Vörumerkjahönnun Logo 
 
Vörumerki er merki eða tákn sem gerir neytendum kleift að aðgreina vörur og þjónustu eins aðila frá vörum eða þjónustu annars aðila. Vörumerki þjóna mikilvægu hlutverki við markaðssetningu og eru oft ein verðmætasta eign fyrirtækja. Smartmedia hefur mikla reynslu í hönnun vörumerkja fyrir viðskiptavini sína.
 
 
Skoðaðu verkefnamöppuna okkar, hún inniheldur gott yfirlit yfir þau fjölmörgu verkefni sem Smartmedia hefur unnið fyrir sína viðskiptavini.
 
 
Ekki hika við að hafa samband, það er ódýrara en þig grunar að láta vinna fyrir þig vörumerki, hringdu í síma 588-4100 eða í netfangið info@smartmedia.is
Vefhönnun

Vefhönnun & Vefsíðugerð Smartmedia

Vefhönnun & vefsíðugerð 
 
Velhönnuð vefsíða nær ekki bara athygli þess sem skoðar heldur skilar hún líka árangri í því að miðla upplýsingum á auðveldan og réttan máta. Smartmedia hefur sérhannað fjöldan allan af vefsíðum fyrir viðskiptavini sína og ef að þú hefur áhuga þá gerum við þér tilboð að kostnaðarlausu. 
 
 
Skoðaðu verkefnamöppuna okkar, hún inniheldur gott yfirlit yfir þau fjölmörgu verkefni sem Smartmedia hefur unnið fyrir sína viðskiptavini.
 
 
Meðal viðskiptavina sem eru með sérhannaða vefsíður frá Smartmedia eru:
 
 
Einnig er hægt að skoða fleiri vefsíður sem Smartmedia hefur komið að inn á Verkefnamöppuni okkar hér
 
 
Vefhýsing

Vefhýsing - Hýsing

 
Smartmedia hýsir yfir 600 vefsíður af öllum stærðum og gerðum. Langflestir vefirnir okkar keyra á Smartwebber vefumsjónarkerfinu en við bjóðum einnig upp á vefhýsingu í gegnum Cpanel stjórnborð.
 
Við bjóðum nú upp á Cpanel vefhýsingu frá 990 m/vsk, innifalið í því er 500mb hýsing. VIð bjóðum einnig upp á hýsingar með Smartwebber vefumsjónarkerfinu
 
Allir okkar netþjónar eru hýstir á Íslandi í sérútbúnum vélarsal með varaflgjafa og tvöföldu kælikerfi.
 
Viltu fá tilboð í hýsingu á léni og tölvupósti, hafðu þá samband.
Vefsíðugerð

Vefsíðugerð: Hvað þarf að huga að við að setja upp nýja vefsíðu/netverslun
 

Þegar setja skal upp góða og öfluga heimasíðu / netverslun er margt sem þarf að huga að, það mikilvægasta er að skilgreina þínar þarfir og væntingar. Fara yfir þá hluti sem eru mikilvægir í þinni starfsemi hvort sem það er þjónustuþættir, vörur til að selja eða ímynd. Það er mjög gott að vera búinn að browsa netið smá og skrifa niður það sem þér finnst vera flott eða virka vel og átta þig á þeim aðgerðum sem að þú vilt að þín vefsíða geri.
 
Best er svo að setjast niður með starfsmanni Smartmedia þar sem þessir hlutir eru ræddir í þaula ásamt að við getum bent þér á nýjar hugmyndir og lausnir tengdu síðunni.
 
Hér að neðan eru nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga líka í þessu ferli.
 

Lén - Finnalen.is
 

Eitt að því fyrsta sem þarf að huga að er að eignast lén, en lén er eins og heimilisfang á veraldarvefnum og lénið skilgreinir hvað vefsíðan heitir. Hægt er að huga að mörgum þáttum þegar að hugsað er um kaup á léni en stundum er valið augljóst ef að fyrirtækið héti Plastgluggi ehf þá væri lénið líklega plastgluggi.is eða plastgluggar.is en aftur á móti ef að fyrirtækið héti PG ehf og myndi framleiða plastglugga þá væri pg.is einfalt og þægilegt en aftur á móti þarf að huga að fleirri hlutum í nútíma heimi og hugsa út í SEO eða leitarvélabestun til að skora hærra á leitarvélum þá er vænlegra til árangurs að notast t.d. við plastgluggar.is heldur en PG.is.
 
Við hjá Smartmedia getum hjálpað þér að finna rétta lénið fyrir þig, hvort sem það er .is lén eða .com/.net/.info. Á finnalen.is geturðu séð hvaða .is lén eru laus.
 
 

Vefhýsing:


Til að geta verið með heimasíðu og tölvupóst á léninu þínu þarftu að hýsa hana hjá þjónustuaðila. Flest fyrirtæki í vefsíðugerð hýsa síni vefi sjálfir og eru með hýsinguna innifalda í tilboðsverði. Gott er að hafa í huga hvort að fyrirtækið sé með góða starfsemi og bjóði upp á þjónustu í kringum hýsinguna, einnig er gott að skoða vel hvort að það séu tekinn t.d. afrit af þínum gögnum reglulega.
 
Smartmedia hýsir í dag yfir 700 vefsíður í dag og þar á meðal nokkra stóra fréttavefi, netverslanir ofl.
 
 

Vefsíðugerð og Vefumsjónarkerfi


Síðasta og mikilvægasta skrefið er að verða sér úti um útlit á vefsíðuna og tengja það við gott og öflugt vefumsjónarkerfi. Við val á útliti er mikilvægt að hafa í huga hvaða skilaboðum þarf að koma á framfæri eða hvernig ímynd þú sért að reyna að byggja upp. Vefsíður eru andlit fyrirtækja í dag og getur illa hönnuð og „ljót“ vefsíða fælt viðskiptavini með því að vera ótraustvekjandi. Vinsælast á Íslandi í dag er að kaupa staðlað útlit eða að láta sérhanna útlit fyrir sig. Útlitið er stillt af með CSS kóða og svo tengt við vefumsjónarkerfi.
 
 
Þegar búið er að klára útlitið þá þarf að velja sér gott vefumsjónarkerfi. Gott er að hafa í huga þegar valið er vefumsjónarkerfi ef þú ert t.d. ekki forritari er:
• Er kerfið einfalt og þægilegt í notkun (get ég unnið á það hjálparlaust?)
• Get ég verið minn eigin vefstjóri og stjórnað innihaldi vefsins (og sloppið við að kaupa dýra þjónustu)
• Hverng er þjónustan við kerfið, eru uppfærslur innifaldar eða kosta þær (þvi oft þarf að uppfæra vefumsjónarkerfi til að halda í þróunina á markaðnum)
• Ef ég lendi í vandræðum get ég hringt í einhvern til að hjálpa mér (mörg fyrirtæki bjóða ekki upp á símaþjónustu og bjóða þess í stað bara upp á email sem er svo svarað eftir hentisemi)
• Á hvaða tungumáli er kerfið
• Get ég klúðrað einhverju á vefsíðunni (ef þú velur þér t.d. open source kerfi sem eru vinsæl í dag þá hefur þú oftast aðgang að kóða og öðru sem borgar sig ekki að fikta í, flest alíslensk vefumsjónarkerfi fyrirbyggja það að þú hafir aðgang að kóða og slíku sem gæti „skemmt“ vefsíðuna þína.
 
Smartmedia þjónustar í dag yfir 400 viðskiptavini víðsvegar um landið. Við erum jafnframt með 2 skrifstofur og við leggjum metnað okkar í að veita afbragðsþjónustu bæði í gegnum síma og tölvupósti. Smartwebber vefumsjónarkerfið sem að Smartmedia notar var hannað af starfsmönnum Smartmedia frá grunni með einfaldleika og skilvirkni að leiðarljósi en það kerfi er í stöðugri uppfærslu og þróun.
 
 

Leitarvélabestun & Markaðssetning
 

Ef þú þarft að ná að laða til þín fleirri viðskiptavini þá er leitarvélabestun (SEO) eitt af þeim tólum sem er vænlegt til árangurs. Það er almennur misskilningur að það sé nóg að opna t.d. netverslun og halda að pantanirnar byrji að hrynja inn, þeir sem opna netverslun og sinna ekki þeim þáttum sem hjálpa þér að komast hærra á leitarvélarnar og auglýsa netverslunina ekkert nema bara svona á milli vina munu ekki ná miklum árangri. Til að setja ofantalið í samhengi er þetta ekki ósvipað því að opna verslun í hliðargötu með lítilli sem engri traffík en aftur á móti getur góð leitarvélabestun og markaðssetning látið þig selja eins og þú sért með búð í Smáralindinni eða Kringlunni.
 
 
Markmið leitarvélabestunnar er að koma þinni vefsíðu betur á framfæri og skila betri leitarniðurstöðum á t.d. google.com og bing.com
 
 
Ef þig vantar vefsíðu þá getum Smartmedia uppfyllt þínar þarfir. Í dag bjóðum við upp á staðlaðar vefsíður án stofngjalds en þær síður eru t.d. einfaldar þjónustu og upplýsingasíður og öflugar netverslanir. Við bjóðum einnig upp á staðlaðar bókunarsíður,bílabókunarsíður ásamt því að við sérhönnum allar tegundir vefsíðna.